22/12/2024

Tíðar hvalakomur í apríl

Íbúar við Steingrímsfjörð hafa verið iðnir við að skrá hvalakomur í Steingrímsfjörð undanfarnar vikur en svo virðist sem hvalir hafi gert sig heimakomna í firðinum upp á nánast hvern dag undanfarið. Það er Strandagaldur sem safnar upplýsingum saman á heimasíðu sinni til að greina hvar og helst sé von til þess að sjá hval við Steingrímsfjörð. Undanfarna daga hefur sést til hvala víða um Steingrímsfjörð og meðal annars við höfnina á Hólmavík og utar á firðinum við Drangsnes. Þeir sem sjá hvali er bent á tilkynningaformið sem er að finna hér og með því að smella hér er hægt að lesa tilkynningar um hvalakomur sem hafa borist.

Stefnt er að því að við Steingrímsfjörður verði vinsæll ákvörðunarstaður fyrir ferðamenn sem vilja kynna sér dýra- og fuglalíf í náttúrunni sérstaklega og verði komið upp sérstökum útsýnispöllum á vel völdum stöðum við fjörðinn þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um hvala- sela- og fuglalíf við fjörðinn. Á sérstöku heimasvæði WOW! verkefnisns er hægt að fá meiri upplýsingar um verkefnið.