Þungfært er nú í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Éljagangur er víða á Ströndum og hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, Arnkötludal og við Steingrímsfjörð og Kollafjörð. Snjóþekja er á vegi í Bjarnarfjörð frá Drangsnesi en mokstur í gangi. Varðandi þjónustu á vegum um hátíðirnar verður ekki hreinsaður snjór af vegum á jóladag og nýársdag á Ströndum og þjónusta verður til 14:00 á aðfangadag og gamlársdag á þeim leiðum sem á annað borð eru opnaðar. Fólki er bent á að kynna sér færð á vegum áður en lagt er í langferðir.