29/03/2024

Þróun minjagripa hafin

Nábrækur Galdrasýningar á Ströndum virða Ásdísi fyrir sérStrandagaldur hóf um mánaðarmótin verkefni sem á að stuðla að auknu vöruúrvali í framtíðinni hjá Galdasýningu á Ströndum. Til verkefnisins hefur verið ráðin handverkskonan og þúsundþjalasmiðurinn Ásdís Jónsdóttir. Hefur hún þegar hafist handa við að koma í mynd og útfæra hugmyndir að söluvarningi sem hafa verið að fæðast hjá forsvarsmönnum Galdrasýningarinnar undanfarna mánuði.

Stefnt er að því að í framtíðinni verði sem mest af minjagripum sem seldir verða á Galdrasýningu á Ströndum framleiddir af sýningunni sjálfri eða af hennar frumkvæði og vonast er til að verkefnið geti skapað einhver störf fyrir handlagna heimamenn í nálægri framtíð. Stefnan er að í sölubúð sýningarinnar verði til sölu sérstakir og spennandi gripir sem eru framleiddir á hagkvæman máta, svo að vöruverðið keyri ekki fram úr hófi. Sölubúðin er afar mikilvægur hluti af rekstri verkefnisins, en stefnan er að hún geti skilað enn frekar inn fjármunum til uppbyggingar Galdrasýningar á Ströndum, en mörg verkefni eru framundan á komandi árum, víða um Strandir.

Hér að neðan má sjá myndir af Ásdísi við iðju sína og sköpun og eins og sjá má er hún að vinna við útlitsþróun lítilla tilbera, en mikið hefur verið spurt eftir þeim af áhugamönnum um íslenskt handverk sem heimsótt hafa Strandir. Úr fjölmörgum sambærilegum hugmyndum á tilberamóðirin Ásdís eftir að vinna á komandi mánuðum.

Vinnumálastofnun gerði Strandagaldri kleyft að ráðast í þetta verkefni með því að styrkja það.

center

Lítið tilberahöfuð fæðist í höndum Ásdísar

galdrasyning/580-asdis_minjagr3.jpg

Vinnuborð handverkskonunnar og þúsundþjalasmiðsins

1

Ásdís Jónsdóttir er mikill hagleikssmiður og þeir sem til hennar þekkja vita að allt leikur í höndum hennar.

.

Tengdar fréttir:
Strandagaldur þróar minjagripi