22/12/2024

Þorramyndir frá Sævangi

Raddböndin þanin - Guðjón og Mundi Jó.Fremur fámennt var á þorrablóti í Sævangi á laugardaginn, en þeir sem skelltu sér voru þó ekki sviknir af kræsingunum og skemmtuninni. Það voru Bitrungar sem sáu um skemmtiatriðin að þessu sinni og var söngur í hávegum hafður eins og jafnan þegar þeir koma saman. Bjarni Haraldsson spilaði fyrir dansi að loknum skemmtiatriðum og borðhaldi. Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur komist yfir fáeinar myndir frá skemmtuninni.

 

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir