12/09/2024

Þorrablót – Munið eftir hnífapörunum!

Þorrablót Bitrunga, Kollfirðinga og Tungusveitunga verður haldið í Sævangi nú um helgina, laugardagskvöldið 18. febrúar. Borðhald hefst kl. 20:30, en húsið opnar kl. 19:30. Bára Karlsdóttir sér um matinn og Kollfirðingar um skemmtiatriði. Gulli og Sigga leika síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Miðaverð fyrir fullorðna er 3700.- kr.  Best er að allir panti miða á blótið, en fyrir þá sem ekki panta miða kostar miðinn 4000.- kr. Hægt er að panta hjá Vigni Pálssyni í síma 451-3532 og Fjólu Jónsdóttur í síma 451-3385,  eða senda tölvupóst á netfangið vsop@snerpa.is. Nefndin vonast til að sjá sem flesta hressa og káta í Sævangi og fyrir þá sem hafa áhyggjur af Júróvisjón söngvakeppninni skal bent á að hún er endursýnd í sjónvarpinu þann 19. feb.