22/12/2024

Þorrablót í Árneshreppi

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi ætlar að standa fyrir þorrablóti í félagsheimilinu í Árnesi laugardaginn 13. febrúar og hefst það kl 20:00, ef veður leyfir. Á matseðlinum er hefðbundinn þorramatur; svið, sviðasulta, hrútspungar, hangiket, rófu- og kartöflustappa svo eitthvað sé talið upp. Hvað skemmtiatriði varðar er öllum frjálst að troða upp. Nærsveitungar og aðrir eru velkomnir.