04/10/2024

Grunnskólinn á Hólmavík á súpufundi

Grunnskólinn á Hólmavík verður kynntur á súpufundi á Café Riis á Hólmavík fimmtudaginn 11. febrúar kl. 12:00. Ef að líkum lætur verður spjallað bæði um starfsemi skólans og skólamál á Hólmavík og Ströndum. Allir eru velkomnir á fundinn og á boðstólum verður ljúffeng súpa að hætti Báru Karlsdóttur að venju. Það er Þróunarsetrið á Hólmavík og Arnkatla 2008 sem stendur fyrir súpufundunum.