22/12/2024

Þorrablót á Borðeyri

Þorrablót á Borðeyri verður haldið laugardaginn 18. febrúar og opnar húsið kl. 19:30. Dagskrá hefst hálftíma síðar. Maturinn kemur frá Dalakoti í Búðardal og hljómsveitin Ljósbrá leikur fyrir dansi. Miðaverð kr 7.500, en ekki verður posi á staðnum. Skráning þarf að vera fyrir kl. 12:00 fimmtudag 16. febrúar en um hana sjá Kristín í Brekkubæ (451-1104/844-5608 eða karna@ismennt.is) og Inga á Kollsá (849-9852 eða kollsa@simnet.is). Í kynningu er fólk hvatt til að missa ekki af síðasta tækifærinu til að mæta á blót í umsjá félaganna Hörpu og Iðunnar.

Meðfylgjandi mynd er frá Þorrablóti á Borðeyri 2005, tekin af Sveini Karlssyni.