22/12/2024

Þorrablót á Borðeyri 2. mars (breytt dagsetning)

640-bordeyri1
Þorrablót ungmennafélagsins Hörpu og kvenfélagsins Iðunnar verður haldið laugardaginn 2. mars 2013 [ath. breytta dagsetningu] í skólahúsinu á Borðeyri. Húsið opnar kl. 20, en blótið hefst kl. 20:30. Gæðakokkar í Borgarnesi reiða fram ljúffengan þorramat og hljómsveitin Kopar leikur fyrir dansi. Hinn snjalli Einar Georg flytur annál ársins og ýmsir stíga á stokk með söng og glens. Pantanir eru í símum 451-0090 (Kristín G.) og 451-1104 (Kristín). Miðaverð er kr. 6.500.- en kr. 3.000.- eingöngu á ballið. Posi á staðnum.