22/12/2024

Þjónustunámskeið á Hólmavík um helgina

Um helgina verður áhugavert þjónustunámskeið haldið á Hólmavík og sér Margrét Reynisdóttir um kennsluna, en hún hefur skrifað kennslubók um þjónustu. Námskeiðið er á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og er hægt að skrá þátttöku á vef hennar – www.frmst.is. Námskeiðið verður haldið á Café Riis á Hólmavík og hefst kl. 9:00 laugardaginn 12. apríl.

Námsmarkmið eru að þátttakendur;
· þekki tengslin milli sjálfstrausts, samskipta og þjónustu.
· þekki undirstöðuatriði í þjónustu við viðskiptavini.
· þekki undirstöðuatriði þjónustu innan fyrirtækis.

Námslýsing:
Megináhersla er lögð á hvernig góð þjónusta byggir á góðu sjálfstrausti og samskiptum. Mikilvæg atriði í þjónustu við viðskiptavini. Hvernig á að taka á erfiðum viðskiptavinum og taka á móti kvörtunum? Þjónusta inn á við, þegar ein deild þjónustar aðra, flöskuhálsar og upplýsingaflæði. Samskipti við vinnufélaga.