22/12/2024

Þátttöku Bjarna lokið

Þátttöku Bjarna Ómars Haraldssonar í tippleik strandir.saudfjarsetur.is lauk í gær þegar hann laut í lægra haldi fyrir Kolbeini Jósteinssyni með fimm réttum gegn sex. Lengst af leit út fyrir að jafntefli yrði í keppninni en Arsenal-maðurinn Gilberto Silva var ekki á þeim buxunum að það yrði niðurstaðan – hann jafnaði gegn Bolton þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði Kolla þar með sigurinn. Nokkrum sekúndum síðar munaði engu að Arsenal tryggði Bjarna sigurinn, en varnarmenn Bolton björguðu á ævintýralegan hátt á marklínu.  strandir.saudfjarsetur.is þakka Bjarna kærlega fyrir þátttökuna og óska honum og liði hans Manchester United velfarnaðar á árinu.

Jón Jónsson hefur enn örugga forystu í fyrsta sætinu og ljóst má vera að einhver þarf aldeilis að vanda sig við tippið ef það á að breytast. Einungis er eftir að spila 13 umferðir í ensku úrvalsdeildinni og þar af verða tólf þeirra hluti af hinum eiginlega tippleik strandir.saudfjarsetur.is. Sigurvegarinn að þessum 12 umferðum loknum keppir síðan við valinkunnan einstakling í sérstakri viðhafnarumferð.

Árangur tippara hingað til:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2-3. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)                  
2-3. Bjarni Ómar Haraldsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
4. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
5-6. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
5-6. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
7. Kolbeinn Jósteinsson – 1 sigur
8. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
9. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
10. Andri Freyr Arnarsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
11-15. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
11-15. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
11-15. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
11-15. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
11-15. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar

Getraunaseðill 11. feb. 2006

ÚRSLIT

BJARNI

KOLLI

1. Middlesbro – Chelsea

1

2

2

2. Arsenal – Bolton

X

1

X

3. Everton – Blackburn

1

1

2

4. Aston Villa – Newcastle

2

1

1

5. Fulham – WBA

1

X

1

6. Portsmouth – Man. Utd.

2

2

2

7. Plymouth – Sheff. Utd.

X

2

2

8. Watford – Coventry

1

1

1

9. Derby – Leeds

X

2

2

10. Sheff. Wed. – C. Palace

X

2

X

11. Cardiff – Stoke

1

X

1

12. Hull – Norwich

X

X

2

13. QPR – Milwall

1

1

X

 

 

5 réttir

6 réttir