14/09/2024

Bóka- og ljóðakvöld

Kristján Sigurðsson kynnir á bókakvöldinuFyrsta Bóka- og ljóðakvöld ársins var haldið í Héraðsbókasafni Strandamanna í gærkvöld. Agnes Björg Kristjánsdóttir nemandi við Grunnskólann var ljóðavinur kvöldins að þessu sinni og las ljóðið Gott og vont eftir Þórarinn Eldjárn. Að venju kom þar einnig fram bókaormur mánaðarins sem að þessu sinni var Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri á Hólmavík. Hún kynnti þær tíu bækur sem af ýmsum ástæðum eru í uppáhaldi hjá henni.

Þær bækur sem helst eru í upphaldi hjá Ásdísi Leifsdóttir sveitarstjóra eru eftirtaldar, en einnig las hún brot úr bókinni Hermann eftir Arnmund Backman:

  • Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren
  • Don Quixote de la Mancha eftir Miguel Cervantes
  • Fjarri hlýju hjónasængur eftir Ingu Huld Hákonardóttur
  • Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek
  • Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez
  • Jónatan Livingston mávur eftir Richard Bach
  • Kapitola eftir E.D.E.N. Southworth
  • Ragnar Finnsson eftir Guðmund Kamban
  • Riddarar hringstigans eftir Einar Kárason
  • Steiktir grænir tómatar eftir Fannie Flagg

Kristján Sigurðsson var kynnir kvöldsins.

Ásdís Leifsdóttir

Agnes Björg Kristjánsdóttir

Kristján Sigurðsson