26/12/2024

Þæfingarnámskeið á Sauðfjársetrinu

namskeid-saevang1

Á laugardaginn var hélt Sauðfjársetur á Ströndum námskeið í ullarþæfingu í Sævangi. Vel var mætt á námskeiðið sem tókst ljómandi vel, gleði og gaman sveif þar yfir vötnum. Kennari var Margrét Steingrímsdóttir listakona frá Siglufirði, en hún var einmitt með sýningu á þæfðum listaverkum á Sauðfjársetrinu í sumar.