30/10/2024

Tenglarnir uppfærðir

Þessa dagana er verið að uppfæra tenglasíðurnar á strandir.saudfjarsetur.is. Við bendum fólki á að láta okkur vita um síður sem það vill að við bætum á listann. Það á jafnt við um tengla á blogg- og heimasíður einstaklinga, börn á Barnalandi, fyrirtækja- og félagasíður á Ströndum og tengla á sveitarfélög, ýmsar upplýsingasíður og fréttamiðla. Eins biðjum við fólk um að láta okkur vita ef það vill ekki að einhverjar síður sem það hefur umsjón með og birtast á þessum listum séu þar.