22/12/2024

Tekið utan af vatnstanki

300-vatnstankurÞessa stundina eru verktaki og starfsmenn á vegum Strandabyggðar í óðaönn að rífa klæðningu utan af gamla vatnstanknum sem stendur ofan við þorpið á Hólmavík. Staðið hefur til að rífa tankinn í nokkur misseri, en sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í maí að fresta niðurrifinu en þess í stað yrði klæðning utan af tanknum fjarlægð hið snarasta vegna slysahættu. Þetta var í kjölfar þess að Byggingar- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins ýtti á eftir niðurrifinu þar sem tankurinn væri hættulegur og fokið hafði utan af honum klæðning í vetur. Þegar fréttaritara strandir.saudfjarsetur.is bar að garði var búið að rífa niður klæðningu af veggjum tanksins og byrjað að toga niður klæðningu af toppnum.

Allnokkur fólksfjöldi fylgdist með framvindu mála í góðviðrinu sem ríkt hefur á Hólmavík í dag. Ekki er vitað hvort einhverjar hugmyndir eru uppi um notkun á tanknum í framtíðinni.

580-vatnstankur3 580-vatnstankur2 580-vatnstankur1

Ljósm. Arnar S. Jónsson