04/10/2024

Talningu lokið í Árneshreppi

580-gjogur2

Talningu er lokið í hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi en þar var óhlutbundin kosning. Í sveitarstjórn voru kjörin, samkvæmt vef ruv.is, þau Guðlaugur Agnar Ágústsson sem hlaut flest atkvæði, en aðrir sem kosnir voru eru Guðlaugur Ingólfur Benediktsson, Eva Sigurbjörnsdóttir, Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir. Tveir úr fráfarandi sveitarstjórn gáfu ekki kost á sér, Björn Torfason og Oddný Þórðardóttir, en nýjar í sveitarstjórn eru Elísa Ösp og Hrefna. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki upplýsingar um atkvæðafjölda.