08/10/2024

Tæp 16 tonn seld á fiskmarkaðinum

Tæp sextán tonn af fiski frá Fiskmarkaði Hólmavíkur voru seld í gegnum Fisknet, reiknistofu fiskmarkaða í gær. Aflinn var frá sex bátum og uppistaða hans var þorskur og ýsa. Hæsta verð fyrir kíló af þorski var 275 krónur og 234 krónur fékkst hæst fyrir ýsu.

Tegund Kg
Þorskur 7.600
Þorskur undir 920
Ýsa 6.750
Ýsa undir 480
Hlýri 5
Samtals 15.755