22/12/2024

Sýslumannsembættið á Hólmavík auglýsir eftir skrifstofumanni

Sýslumannsembættið á HólmavíkÍ fréttatilkyningu frá sýslumannsembættinu á Hólmavík kemur fram að laust er til umsóknar starf skrifstofumanns við embættið, en þetta starf bætist við stöðugildi sem fyrir eru hjá embættinu. Starfið felst í vinnu við innheimtumál embættisins, móttöku og skráningu skjala, auk annarra tilfallandi verkefna og er starfshlutfall 75%. Gerð er krafa um góða almenna menntun og tölvukunnáttu, nákvæmni í vinnubrögðum, auk jákvæðs viðmóts og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2007. 

Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til sýslumannsins á Hólmavík, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík eða á netfangið lara@tmd.is. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og starfsmannafélags ríkisstofnana og nánari upplýsingar um starfið veitir sýslumaður í síma 455-3500.