22/12/2024

Svo langt sem það nær á Hólmavík

Vestfirski tónlistarmaðurinn Þröstur Jóhannesson ætlar í tilefni af væntanlegri þriðju sólóplötu sinnar Svo langt sem það nær að ferðast um Vestfjarðakjálkann og bjóða á tónleika. Þröstur mun troða upp einn síns liðs með kassagítarinn og kynna nýtt efni í bland við eldra. Tónleikar verða meðal annars á Café Riis á Hólmavík föstudaginn 29. október kl. 21:00. Tónleikaferð Þrastar er styrkt af Menningarráði Vestfjarða og er ókeypis inn en fyrri sólóplötur Þrastar verða til sölu á öllum tónleikunum.