22/12/2024

Svipmyndir frá Hólmavík

Hólmavík

Það er ein dásemdar veðurblíða að morgni þess ágæta dags 5. ágúst á því herrans ári 2016. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is rölti með myndavélina í Sparisjóðinn og smellti af nokkrum svipmyndum á leið sinni. Fáir voru þó á ferli, en einn og einn að dytta að húsum sínum. Pókemon þjálfarar og firnafár af ferðafólki fer svo á kreik þegar líða tekur á daginn, en svokallað GYM sem Pókemon þjálfarar berjast um yfirráð yfir er við listaverkið Seið við höfnina á Hólmavík. Einnig er hægt að krækja sér í egg til að unga út Pókemon skrímslum bæði við tjaldsvæðið og grennd við kirkjuna og eins eru góðar líkur á að fanga eitt og eitt skrímsli við Kaupfélagið.

Hólmavík Seiður Hólmavík Vitinn Hólmavík Hólmavík Sparisjóður, dreifnám Hólmavík Hólmavík, sýslumannshús

Svipmyndir frá Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson