Það var líf og fjör á Hamingjudögum á föstudegi og veðurguðirnir til friðs. Skemmtidagskrá á Klifstúni fór vel fram, Pollapönk, brekkusöngur, hamingjulagið og fleira var þar til gamans gert. Fyrr um daginn fór fram polla- og pæjumót HSS í fótbolta, spámiðill og teiknari voru á staðnum og enginn var svikinn af fiskiréttahlaðborði á Café Riis. Í félagsheimilinu fór fram furðufataball með sápukúluívafi og í Bragganum var einleikurinn Skjaldbakan frumsýndur fyrir fullu húsi. Loks var dansleikur á Café Riis þar sem Bjarni og Stebbi sáu um að halda uppi fjörinu.
Frá föstudeginum á Hamingjudögum – ljósm. Jón Jónsson