10/09/2024

Svipmyndir frá 17. júní

Svanhildur Jónsdóttir var fjallkonaÞjóðhátíðardaginn bar upp á 17. júní að þessu sinni og var að venju gleði og glaumur á Hólmavík. Farið var í skrúðgöngu um nágrenni félagsheimilisins, en skemmtiatriði voru að mestu færð þangað inn og var fréttaritara tjáð að það væri vegna leiðindaveðurs daginn áður. Fjallkona að þessu sinni var Svanhildur Jónsdóttir og flutti ljóð, leikskólabörn sungu, viðurkenningar voru afhentar og ræður haldnar. Loks var farið í leiki og átkeppni í tilefni dagsins, auk þess sem rjóma var kastað í sjálfboðaliða. Nokkrar svipmyndir fylgja hér að neðan.

Svanhildur fjallkona

Jón á Berginu fór létt með að leika lúðrasveit á palli hreppsbílsins með harmonikkuna eina að vopni

Skrúðgangan hlykkjaðist um nágrenni Félagsheimilisins, en þátttaka var ágæt

frettamyndir/2008/580-17juni16.jpg

Leikskólabörn syngja

frettamyndir/2008/580-17juni4.jpg

Áhorfendur fylgjast kappklæddir með

frettamyndir/2008/580-17juni2.jpg

Júlíus Jónsson sigraði örugglega í átkeppni sem fólst í að éta 5 pylsur í brauði á mettíma

Dagskránni lauk með því að rjómadiskum var kastað í börnin

 – ljósm. Jón Jónsson