Afli hjá línubátum, sem flestir voru á sjó, í gær og fyrradag var um og yfir 100 kg á balann. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is skrapp í skúrana og hitti þar fyrir höfðingja sem hafa alltaf verið viðloðandi sjóinn og sjósókn, þó svo það hafi ekki verið þeirra lífsstarf. Jóhann Guðmundsson, betur þekktur sem Jói járn meðal sjómanna, lærði að beita 9 ára gamall á Kleifum við Steingrímsfjörð og Lýður Magnússon fyrrum stórbóndi í Húsavík, verkstjóri í sláturhúsinu og vann auk þess í fjölda ára við beitningu. Lýður er 84 ára og Jói 79 og þeir kallar hafa engu gleymt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Unnar Ragnarsson skipstjóri á Hilmir ST-1, held að hann sé 66, en hann gæti verið talsvert yngri miðað við afköstin, rær og beitir á báti sínum ásamt Villa Sig.
Jóhann Guðmundsson, heldur sér í formi með gönguferðum og sundi.
Jói járn vélsmiður á Hólmavík, söngvari og ljósmyndari svo fátt eitt sé talið sem þessi höfðingi gerir.
Lýður Magnússon 84 ára og gengur nær daglega um nágrenni Hólmavíkur, auk þess syndir hann reglulega.
Lýður spila bridds alla þriðjudaga og er meðal bestu spilara á Hólmavík.
Ljósmyndir BSP