Bridgefélag Hólmavíkur er með spilakvöld í Rósubúð (húsi björgunarsveitarinnar) einu sinni í viku. Þátttakan í vetur hefur verið nokkuð góð og síðastliðinn þriðjudag lauk sveitakeppni þar sem fjórar sveitir tóku þátt í spennandi þriggja kvölda keppni. Tvær sveitir voru hnífjafnar fyrir síðustu umferð og eru meðfylgjandi myndir af þeirri viðureign. Í stuttu máli lauk keppninni síðan með nokkuð öruggum sigri sveitar Maríusar Kárasonar sem stóð því uppi sem sigurvegari.
Bridgekvöldin eru jafnan á þriðjudögum og nýir spilarar eru alltaf velkomnir.
Ljósm. Karl Þór Björnsson