07/10/2024

Svavar Knútur með ókeypis tónleika í dag kl. 18:00

Tónlistarmaðurinn geðþekki, Svavar Knútur, er í heimsókn á Hólmavík þessa stundina og hefur nú verið ákveðið með stuttum fyrirvara að hann haldi tónleika kl. 18:00 í dag, laugardaginn 12. febrúar, í Grunnskólanum á Hólmavík. Tónleikarnir eru sniðnir að börnum á öllum aldri og fullorðnir auðvitað velkomnir líka. Aðgangur er ókeypis og allir hvattir til að mæta og njóta.