Í fréttatilkynningu frá Svæðisráði fatlaðra á Vestfjörðum þess efnis að formaður og trúnaðarmaður fatlaðra verður á Hólmavík á morgun, miðvikudaginn 29. október. Þeir sem óska eftir viðtali eru vinsamlega beðnir um að hringja í síma 848-2097. Á hverju starfssvæði málefna fatlaðra er starfandi svæðisráð sem er sjálfstætt og fjölskipað ráð. Svæðisráð hefur eftirlit með því að fötluðum sé veitt sú þjónusta sem samræmist markmiði laga um málefni fatlaðra. Svæðisráð skipar trúnaðarmann fatlaðra á sínu svæði og fer hann með réttindagæslu fatlaðra, m.a. þeirra sem búa á sambýlum, vistheimilum fyrir börn og áfangastöðum. Jóna Benediktsdóttir tók við starfi trúnaðarmanns fatlaða á Vestfjörðum í haust.