22/12/2024

Sundmót á Drangsnesi 17. júní


Mánudaginn 17. júní verður sundmót Ungmennafélagsins Neista haldið í sundlauginni á Drangsnesi. Hefst mótið klukkan 12:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Keppendum verður skipt í flokka á staðnum eftir fjölda og þörfum. Að mótinu loknu fá svo fræknir sundgarpar ískaldan íspinna að launum.