22/12/2024

Sundlaugin á Drangsnesi

SundlaugarhúsiðFramkvæmdum við sundlaugina á Drangsnesi miðar vel. Grundarásmenn vinna að verkinu og miðar vel áfram. Laugin verður útisundlaug, 12×8 metrar á stærð. Heitur pottur og gufubað verða líka á staðnum og vandað þjónustuhús. Stefnir allt í að menn geti tekið spyrnt sér frá bakkanum á Bryggjuhátíð á Drangsnesi í sumar. Hún verður haldin 16. júlí þetta árið og hefst með hefðbundinni dorgveiðikeppni um morguninn.

Sundlaugarhúsið – ljósm. Tryggvi Ólafsson