16/10/2024

Hagyrðingar fæddust í gær

Það var góðmennt á hagyrðinganámskeiði í Grunnskólanum á Hólmavík í gær. Fræðslumiðstöð Vestfjarða stóð fyrir námskeiðinu, en leiðbeinandi var Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði. Nemendur voru fimm talsins og þar af var einn kominn alla leið leið frá Bolungarvík til að læra meira um bragfræðina og reyna að finna hagyrðinginn í sjálfum sér. Almenn ánægja ríkti meðal þátttakenda með námskeiðið að því loknu og menn voru sammála um að hagyrðingsstörfin munu verða léttari í framtíðinni en þau voru áður.