04/10/2024

Sumri lokið á Café Riis

Sumaropnun á veitingastaðnum Café Riis er nú lokið þetta árið og við tekur vetrarstarfið. Á heimasíðu Café Riis – www.caferiis.is – kemur fram að á dagskránni í vetur kennir ýmissa grasa. Til að mynda er stefnt að því að halda kareoke keppni milli vinnustaða, kínverskt hlaðborð, villibráðarveislu og síðast en ekki síst verður hið sívinsæla jólahlaðborð á dagskránni á hefðbundnum tíma.