16/10/2024

Sumarstörf hjá Galdrasýningu á Ströndum

Húsnæði Galdrasýningar á Ströndum á HólmavíkStrandagaldur auglýsir eftir starfsfólki sumarið 2005. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. og gerð er krafa til umsækjenda að þeir búi yfir líflegri framkomu, samviskusemi, hafi gott vald á enskri tungu ásamt því að hafa áhuga fyrir starfinu og séu 18 ára eða eldri. Galdrasýningin verður opin alla daga frá kl. 10:00 – 18:00 alla daga frá 1. júní – 15. september. Hægt er að sækja um starf á heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum á þessari slóð.

Einnig er hægt að senda venjulega póst með upplýsingum sem tilteknar eru á heimasíðunni á heimilisfangið:

Galdrasýning á Ströndum
Höfðagata 8-10
510 Hólmavík

Á Galdrasýningu á Ströndum koma þúsundir gesta af öllum þjóðernum yfir sumarið og starfið felst í því að afgreiða þá og veita þeim upplýsingar um safnið ásamt því að halda því og umhverfi þess þrifalegu. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Atlason, s: 869 6671.