21/12/2024

Sumaropnun Café Riis á Hólmavík


Í tilkynningu frá veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík kemur fram að á föstudaginn 1. júní hefjist sumaropnun og verði hún á sunnudögum-föstudaga frá kl. 11:30-22:00, en á laugardögum frá 11:30-03:00. Laugardaginn 2. júní (á Sjómannadaginn) verður síðan fyrsta hlaðborð sumarsins að hætti frú Báru frá kl. 19:00-21:00. Borðapantanir fyrir hlaðborðið eru í síma 451-3567. Starfsfólk Café Riis býður alla velkomna í sumar.