22/12/2024

Sumaropnun á Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit hefur nú verið opnaður fyrir mat og gistingu, enda er sumarið komið og ferðamenn komnir á stjá. Kosningavaka verður í Bjarkalundi þann 12. maí næstkomandi og einnig hin heimsfræga Söngvakeppni sjónvarpsstöðva þá um kvöldið. Búið er að setja upp í Bjarkalundi mjög góðan móttakara og breiðskjá. Þar verður því vakað og beðið eftir úrslitum kosninganna og einnig úrslitum söngvakeppninnar. Nýjung á matseðli í Bjarkalundi frá í fyrra er að nú verður hægt að kaupa ekta "ítalskar pizzur" frá meistarakokkinum Marco (sem er ítalskur og eldar í Bjarkalundi í sumar), ásamt mörgum öðrum spennandi réttum.

Vefsíða Bjarkalundar er á slóðinni www.bjarkalundur.is.

Í Bjarkalundi – ljósm. Björn Samúelsson