05/11/2024

Sumardvöl í sveit – sýningaropnun á sunnudag

sumardvol1

Sýningaropnun og vöfflukaffi verður á boðstólum í Sauðfjársetrinu í Sævangi  sunnudaginn 6. nóvember kl. 15:00. Sýningin Sumardvöl í sveit segir frá reynslu þeirra sem fóru í sveit og þeirra sem tóku á móti sumardvalarbörnum, einkum á Ströndum. Hægt er að heimsækja sveitaheimili, fara í leiki, endurupplifa ferðalag í sveitina, hlusta á sögur af Ströndum og fræðast um siðinn. Aðstandendur sýningarinnar, Strandakonurnar Esther Ösp, Dagrún Ósk og Sunneva Guðrún segja stuttlega frá sýningunni sem er hönnuð til að höfða til allra aldurshópa og leiðsegja fólki. Íris Björg verður með tónlistaratriði.

Viðburðurinn er hugsaður fyrir alla fjölskylduna og eru öll sem áhuga hafa hjartanlega velkomin. Fleiri viðburðir tengdir sýningunni verða á dagskrá í vetur. Vöffluhlaðborð Sauðfjársetursins í tilefni dagsins kostar 1.200 kr. fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir 6-12 ára börn.