14/06/2024

Friðarbarninu frestað

FriðarbarniðSýningu sem vera átti í kvöld á Drangsnesi á söngleiknum Friðarbarninu var frestað um viku sökum hálku og leiðindafærðar á Ströndum í dag. Hún verður því haldin í Samkomuhúsinu Baldri mánudaginn 20. desember næstkomandi. Við vonum að þá viðri betur til leikferða og hvetjum alla Drangsnesinga og nærsveitunga til að mæta og sjá þessa skemmtilegu leiksýningu.