22/12/2024

Stuðmenn sigruðu boltamótið

Það var lið Orkubús Vestfjarða á Hólmavík sem kom, sá og sigraði á opna Sjóvármótinu í fótbolta á Hólmavík á laugardaginn. Hét lið þeirra Stuðmenn og enduðu þeir sem sigurvegarar með 16 stig, en Sigurliðið var í öðru sæti með 13 stig. Í þriðja sæti varð Hraðlestin með 8 stig. Bjarki Guðlaugsson í liði Stuðmanna var valinn maður mótsins og fékk verðlaunagrip fyrir. Guðmundur Viktor Gústafsson fékk viðurkenningu en hann var elsti maður mótsins. Myndir frá mótinu má nálgast undir þessum tengli, en hér að neðan er heildarstigataflan og upplýsingar um liðsskipan eftir því sem hún liggur fyrir.

Lokastaðan á mótinu:

1. Stuðmenn         16 stig (Bjarki Guðlaugsson, Eysteinn Gunnarsson, Gunnar Logi Björnsson, Ágúst, Júlíus Freyr Jónsson – allir starfsmenn OV á Hólmavík).

2. Sigurliðið           13 stig (Agnar Már, Kolbeinn Jósteinsson, Smári Þorbjarnarson, Gunnar Bragi, Helgi Eggertsson)

3. Hraðlestin           8 stig (Benedikt Heiðar Sigurðsson, Smári Jóhannsson, Flosi Helgason, Raggi Beggi, Eysteinn Einarsson)

4. Young Boys        7 stig (Jón Örn Haraldsson, Kristján Páll Ingimundarson, Þórhallur Másson, Bjarki Einarson – ungu strákarnir í Grunnskólanum á Hólmavík).

5. FC karooke         6 stig (Pétur Magnússon, Eyþór Sigurðsson, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, Theodór Theodórsson, Tumi Þór Jóhannsson, Erik Ashley Newman og Kolbeinn Einarsson – lið frá Ísafirði).

6.-7. Anton United  4 stig ( Halldór Friðgeirsson, Anton Ásmundsson, Siggi Ste., Tóti, Siggi M)

6.-7. Þeir gömlu     4 stig (Ólafur Magnússon, Jón Guðlaugsson, Ingvar Þ. Pétursson, Hafþór R. Benediktsson, Guðmundur V. Gústafsson, Guðmundur R. Guðmundsson, Benedikt S. Pétursson, Haraldur V.A. Jónsson – þeir gömlu góðu)

Vel getur verið að einhverjir af þessum hafi ekki tekið þátt, þó þeir hafi verið skráðir, og eins er vitað um fleiri sem tóku þátt, en ekki er vitað með hvaða liði þeir spiluðu. Leiðréttingar væru vel þegnar, gaman að halda dálítið vel utan um þetta mót hér á vefnum, enda á það væntanlega eftir að verða árviss atburður. Eins væri gaman að fá markaskorara og úrslit einstakra leikja senda á strandir@strandir.saudfjarsetur.is ef slíkt liggur fyrir.