23/12/2024

Strengur plægður í Tungusveitina

Starfsmenn Orkubús Vestfjarða hefur upp á síðkastið unnið að því að koma þriggja fasa jarðstreng frá Þverárvirkjun að Húsavík í Tungusveit, en þaðan liggur slíkur strengur áfram út fyrir Miðdalsá. Leysir strengurinn raflínuna á sömu leið af hólmi, en full þörf var orðin á viðhaldi á henni. Við þetta skapast tækifæri á nokkrum bæjum að taka inn þriggja fasa rafmagn og er fagnaðarefni, þótt auðvitað vildu Strandamenn helst að það væri valkostur um alla sýslu.

bottom

frettamyndir/2008/580-3fasa2.jpg

Strengurinn liggur út í ísalt sjávarlónið ofan vegar á Tungugrafarvogunum – Ljósm. Jón Jónsson