24/04/2024

strandir.saudfjarsetur.is á pappírsformi?

Á ritstjórnarfundi strandir.saudfjarsetur.is í gær var tekin ákvörðun um að stefna að útgáfu sumarblaðs strandir.saudfjarsetur.is næsta vor og verður það í dagblaðabroti. Stefnt er að því að blaðið verði sneisafullt af upplýsingum um Strandir, náttúru, mannlíf og menningu. Hafist verður handa fljótlega við hönnun blaðsins, en stefnt er að útgáfu þess í apríl á næsta ári. Blaðið á að nýtast jafnt heimamönnum sem gestum og gefa sem gleggstar upplýsingar um héraðið allt.

Greint verður frá nýjungum í héraðinu, fjallað um atvinnumál og tómstundir ásamt því að þar verður að finna leiðsögn um Strandir. Stefnt er að útgáfu blaðsins á minnst tveimur tungumálum og hafist verður handa fljótlega við söfnun auglýsinga í blaðið en því verður dreift ókeypis inn á hvert heimili á Ströndum, auk þess sem það mun liggja frammi um land allt. Pappírspésinn strandir.saudfjarsetur.is verður gefinn út í 80-100.000 eintökum.