22/12/2024

Strandavegur ekki boðinn út á árinu

Strandir á biðBúið er að breyta tímasetningu á útboði á framkvæmdum við Strandaveg milli Staðarár í Steingrímsfirði og Bjarnarfjarðarháls á vefyfirliti Vegagerðarinnar um fyrirhuguð útboð þannig að ártalið 2008 er komið þar í staðinn fyrir 2007. Þar með virðist ljóst að sú vegagerð verður ekki boðin út fyrr en á næsta ári, en ennþá er eftir vegagerð og að leggja bundið slitlag á 6,5 km kafla á milli Hólmavíkur og Drangsness þrátt fyrir nokkrar framkvæmdir síðustu ár. Um áratugur er síðan sambærilegri uppbyggingu lauk á milli allra annarra nálægra þéttbýlisstaða á Vestfjörðum og er með öllu óskiljanlegt af hverju Strandir eru meira en 10 árum á eftir í þeirri uppbyggingu. Vegurinn á milli staðanna eru 34 km, liggur með sjó alla leið og engir sérstakir erfiðleikar eru við vegagerð á svæðinu.