14/09/2024

Húsfyllir á Draugasögu á Act Alone

Draugasaga Suðureyri Act Alone Leikfélag Hólmavíkur

Lokasýningar á einleiknum Draugasögu gengu ljómandi vel, en leikritið var sýnt á einleikjahátíðinni Act Alone á fimmtudagskvöld í félagsheimilinu á Suðureyri og síðan á Sævangi á laugardagskvöldið. Fullt hús og mikið fjör var á sýningunni á Suðureyri, um 140 manns. Sýningin í Sævangi tókst svo afbragðs vel og var afar kraftmikil og áhrifarík. Einleikurinn Draugasaga sem er 60 mínútna einleikur eftir þjóðfræðinginn og Strandamanninn Jón Jónsson á Kirkjubóli var sýndur fjórum sinnum í Sævangi haustið 2015 og nú bættust þessar tvær sýningar við. Leikfélag Hólmavíkur setti verkið upp og Arnór Jónsson lék hlutverk draugsins af stakri prýði.

draugasaga1 draugasaga2 IMG_5727 (2)

Arnór, draugurinn og Draugasagan á Suðureyri og Sævangi – ljósm. Jón  Jónsson