23/12/2024

Strandasýsludeild Rauða krossins fundar

Aðalfundur Strandasýsludeildar Rauða Kross Íslands verður haldinn 16. febrúar 2010 í Grunnskólanum á Hólmavík kl. 20.00. Á dagskrá aðalfundar er skýrsla formanns og gjaldkera, kosningar og önnur mál. Kosið verður í eftirfarandi embætti: formann, gjaldkera og einn meðstjórnanda. Allir félagar og velunnarar hvattir til að mæta. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til embætta eða óska eftir nánari upplýsingum hafið samband við: Gunnar Björn Melsted í síma 543-6319 / 690-3904 eða gmelsted@mi.is.