23/12/2024

Strandamönnum fækkar enn

HólmavíkSamkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands um áætlaðan mannfjölda í sveitarfélögum á Íslandi þann 1. október 2006 voru íbúar í Strandabyggð þá 507, í Kaldrananeshreppi 102, í Bæjarhreppi 101 og í Árneshreppi 50. Samtals eru þetta 760 Strandamenn og hefur þeim þannig fækkað um 6 á þremur mánuðum frá 1. júlí 2006. Fækkunin er mest í Kaldrananeshreppi eða um 8, í Bæjarhreppi hefur fækkað um 6, í Árneshreppi stendur fólksfjöldinn í stað og fjölgað hefur um 8 í Strandabyggð samkvæmt áætluninni.

Tölur í þessari áætlun Hagstofunnar eru byggðar á afriti af þjóðskrá í lok vinnudags 1. október.