14/09/2024

Strandamennirnir standa sig vel

dNú eru Strandamenn í Vasagöngunni í Svíþjóð meira en hálfnaðir og virðast allir vera að ná úrvals árangri. Eftir ríflega 70 km. göngu var Birkir Þór Stefánsson í 2.031 sæti. Eftir 10 km. göngu var Birkir í sæti 2.387 þannig að hann hefur farið upp um 356 sæti síðan þá. Ragnar Bragason var í 3.595 sæti eftir rúmlega 60 km. göngu, en hann var í 5.429 sæti í fyrstu mælingu – síðan þá hefur Ragnar farið upp um hvorki fleiri né færri en 1.834 sæti. Rósmundur Númason var í 5.993 sæti eftir tæplega 50 km, en hann er á svipuðum slóðum og við fyrstu mælingu. Yfirleitt taka um 16.000 manns þátt í Vasa, þannig að óhætt er að segja að okkar menn séu með efstu mönnum. Smellið á "lesa meira" til að fylgjast sjálf með þeim.

Smellið hér til að fylgjast með Birki.

Smellið hér til að fylgjast með Ragnari.

Smellið hér til að fylgjast með Rósmundi.