22/12/2024

Strandamenn í blíðu og stríðu

Ein af þeim bókum sem hið öfluga Vestfirska forlag gefur út fyrir jólin ber titilinn Strandamenn í blíðu og stríðu. Bókin inniheldur 100 gamansögur af Strandamönnum og tók Kristjón Kormákur Guðjónsson (Kristinssonar frá Dröngum) hana saman. Flestar eiga sögurnar rætur í Árneshreppi og samkvæmt fréttatilkynningu þarf varla að taka það fram að allar eru þessar sögur af Strandamönnum sannar og engu logið. Sýna sögurnar vel að Strandamenn fara ekki í manngreinarálit.