25/11/2024

Strandamenn fremstir í formúlunni

Nú er tímabilið í Formúlu 1 rúmlega hálfnað og heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ágætt forskot á sinn helsta keppinaut, Þjóðverjann Michael Schumacher. Þó getur enn brugðið til beggja vona og Schumacher virðist vaxa ásmegin með hverri keppni. Strandamenn láta heldur ekki sitt eftir liggja í formúlunni. Í liðsstjóraleik vefjarins formula.is er deildin strandir.saudfjarsetur.is í toppsætinu með um 50 stiga forskot á næstu deild. Þá er efsta lið deildarinnar, sem ber hið hrokafulla nafn Sigurvegari 2006, í ellefta sæti í heildarkeppninni. Það er býsna góður árangur þegar haft er í huga að 2507 lið taka þátt í leiknum.

Eigandi liðsins Sigurvegari 2006 er Jón Gísli Jónsson, en hann vann einmitt deildina strandir.saudfjarsetur.is í fyrra og fékk þá afhentan veglegan verðlaunabikar. Í hittifyrra var það Veigar Arthúr Sigurðsson sem vann deildina eftir æsispennandi lokaumferð.

Veigar afhendir Jóni Gísla Formúlubikarinn 2005.