29/04/2024

Strandamenn á heimavelli eru 759

Strandamönnum búsettum á heimavelli hefur fækkað lítillega milli ára eða úr 766 í 759 miðað við nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um íbúafjölda 1. desember ár hvert. Breytingin á íbúatölunni er misjöfn eftir sveitarfélögum. Þannig fækkar um 5 íbúa í Strandabyggð svo þeir eru nú 501 og í Kaldrananeshreppi fækkar um 8 þannig að íbúar þar eru 106. Hins vegar fjöglar um 2 í Árneshreppi og eru íbúar þar nú 52. Einnig fjölgar um 4 í Bæjarhreppi þannig að íbúar þar eru nú 100.

Ef önnur sveitarfélög á Vestfjörðum eru skoðuð eru tölurnar ógnvænlegar. Íbúum fjölgar um 7 í Tálknafjarðarhreppi og eru nú 304, en í öðrum sveitarfélögum fækkar og sums staðar verulega. Þannig fækkar um 11 í Súðavíkurhreppi (eru 194), 81 í Ísafjarðarbæ (eru 3816) og einnig fækkar um 81 í Bolungarvík (eru 887). Í Reykhólahreppi fækkar um 14 (eru 278) og í Vesturbyggð fækkar íbúum um 47 (eru nú 891).