22/12/2024

Strandamenn á formúlukappakstri

Hátt í tuttugu Strandamenn leggja leið sína til Þýskalands snemma í fyrramálið
að fylgjast með formúlukappakstri á Hockenheim brautinni. Ferðin er vinningur
sem þátttakendur strandir.saudfjarsetur.is í formúluleiknum unnu frækilega á síðasta
keppnistímabili. Í ár gengur baráttan um sigur í leiknum ekki alveg jafnvel en
strandir.saudfjarsetur.is deildin er 19. sæti þegar tímabilið er hálfnað. Engu að síður þá
ætla Strandamennirnir að njóta lífsins við Hockenheim brautina um helgina og
fylgjast með formúlubílunum þjóta hring eftir hring.