22/12/2024

Strandamannamót og Þuklaraball um næstu helgi

Laugardaginn 25. ágúst verður haldið Strandamannamót í Félagsheimilinu á Hólmavík , en það er bændahátíð Sauðfjárseturs á Ströndum í nýjum búningi. Þar hittast Strandamenn og gera sér glaðan dag við mat, drykk og dans. Hinn kunni gleðigjafi Gísli "út og suður" Einarsson verður veislustjóri og ræðumaður, en auk þess verða skemmtiatriði frá Sauðfjársetrinu og að lokum spila Halli og Þórunn á Þuklaraballi fram á rauða nótt. Aðalréttur kvöldsins er holusteikt lambakjöt að hætti Strandamanna. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram með því að hringja í Arnar í síma 661-2009, en einnig má senda póst í netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is. Skráningu lýkur nk. fimmtudag, en miðaverð er kr. 4.500.-