Vikulegir súpufundir á Café Riis á Hólmavík halda áfram í hádeginu næsta fimmtudag, 4. mars. Þá verður fyrirtækið Strandalamb kynnt, en fyrir því standa hjónin Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík við Steingrímsfjörð. Verður eflaust rætt um sauðfjárbúskap, nýsköpun og þróunarverkefni, en Húsavíkurbúið er þátttakandi í nýsköpunarverkefnum eins og Beint frá býli og Veisla að vestan. Meðal afurða og söluvöru frá Húsavík hefur verið lambakjöt, lostalengjur og reykt hangikjöt.