22/12/2024

Strandalamb á súpufundi á Café Riis

580-husavikurkleif

Á súpufundi á Café Riis á Hólmavík fimmtudaginn 28. nóvember verður fyrirtækið Strandalamb kynnt, en það er til heimilis í Húsavík við Steingrímsfjörð. Strandalamb framleiðir og selur lambakjöt og alls konar afurðir úr lambakjöti beint frá býli, auk þess sem reykt ærkjöt frá fyrirtækinu hefur verið vinsælt á matarborðið í jólahlaðborðum og veislum. Það eru hjónin Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir sem standa á bak við fyrirtækið Strandalamb, en þau komust einmitt nýverið í fréttir fyrir að sigra annað árið í röð á Íslandsmóti í rúllupylsugerð, en það var haldið á Sauðfjársetrinu um liðna helgi. Það er Þróunarsetrið á Hólmavík sem stendur bak við súpufundina á Hólmavík í vetur og dýrindis súpa frá Café Riis verður á boðstólum á fundinum og kostar aðeins kr. 1.200.-